Tix.is

Um viðburðinn

Kammermúsíkklúbburinn hefur starfað óslitið frá árinu 1957 og fagnar því 60 ára afmæli sínu nú í vetur. Markmið aðstandenda klúbbsins hefur frá upphafi verið að veita fremstu hljóðfæraleikurum þjóðarinnar vettvang til þess að flytja það besta og áhugaverðasta úr heimi kammertónlistar. Kammermúsíkklúbburinn byggir tilveru sína á traustum hópi félaga sem greiða árgjald í upphafi starfsársins. Kammermúsíkklúbburinn býður að venju upp á fjölbreytta tónleika í vetur. Í Norðurljósasal Hörpu fær kammertónlist af ýmsum toga að óma, perlur tónbókmenntanna, í flutningi tónlistarmanna úr fremstu röð.