Tix.is

Um viðburðinn

Arctic Concerts er ný og glæsileg tónleikaröð í Norræna húsinu

Tónleikarnir verða á fimmtudögum kl 20:30 í allt sumar

Þann 18. ágúst spilar Sölvi Kolbeinsson

Svafa Þórhallsdóttir söngkona er búsett í Danmörku þar sem hún starfar að tónlist og söng.  Svafa hefur getið sér gott orð fyrir frumlega nálgun klassískrar tónlistar, fagra rödd og sérlega áhugaverðan flutning, en auk þess að syngja leikur Svafa á franskt horn.  Tónleikar Svöfu bera yfirskriftina Mountain Music en þar syngur hún m.a. lög eftir Jón Leifs, Jórunni Viðar og  Edvard Grieg ásamt Söndru Mogensen píanóleikara.  Sandra er fædd í Kanada, býr nú og starfar í Danmörku en hefur haldið tónleika víðsvegar um Evrópu og Bandaríkin auk þess að hljóðrita tónlist Grieg fyrir CHM útgáfuna.

Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Undir merki Arctic Concerts falla allir stílar og tónlistarstefnur;  klassík, jazz,  þjóðlög og fjölbreytt dægurtónlist. Vandaður flutningur og framsetning er aðalsmerki verkefnisins enda flytjendur úr fremstu röð einleikara, einsöngvara og hljómsveita.

07.7. KK söngvari/lagasmiður – blönduð tónlist

14.7. Arctic Broken Consort – blönduð tónlist

21.7. Sunna Gunnlaugsdóttir- jazz

28.7. Funi – þjóðlagatónlist

04.8. Hallveig Rúnarsdóttir & Jóhannes Andreasen – sönglög

11.8. Svavar Knútur – sönglög

18.8. Sölvi Kolbeinsson- jazz

25.8. Svafa Þórhallsdóttir- sönglög

Kvöldverður og tónleikar

Aalto Bistro býður upp á sérstakan matseðil fyrir tónleikana.  Aalto Bistro er opið á fimmtudögum til kl. 21.30. bóka borð

Það er von okkar sem stöndum að Arctic Concerts að röðin verði kærkomin viðbót við menningarflóru landsins, gluggi inn í litríkan tónlistarheim norðursins.

Það er Tóney sem stendur að Arctic Concerts röðinni í samstarfi við Norræana húsið en faglegur stjórnandi er Guðni Franzson tónlistarmaður.

Norræna húsið