Tix.is

Um viðburðinn

Langar þig ásamt vinum þinum að hafa það náðugt í 3.5 metra háum heitum potti og horfa á listamenn koma fram á aðalsviði Secret Solstice? Þið getið það nefnilega. Secret Solstice ásamt Viking bjór kynna Viking heita pottinn hátíðarhelgina 2016

Hver miði gildir fyrir allt að 5 vini ofan í heita pottinn í 30 mínútur, með 5 mínútur fyrir og eftir til þess að skipta um föt. Með besta mögulega útsýni yfir aðalsviðið okkar. Allir yfir tvítugu fá tvo Víking bjóra til að drekka á meðan þeir horfa yfir Ásgarðssvæðið á Secret Solstice

Tími 1 (12:20 til 15:40): 9.900 kr
Tími 2 (15:40 til 19:00): 14.900 kr – Öruggt að það er einhver að spila á aðalsviðinu
Tími 3 (19:00 til 23:40): 19.900 kr - Öruggt að það er einhver að spila á aðalsviðinu

Hvað er innifalið: Tveir 500 ml Viking bjórar á mann, eitt handklæði á mann ( til eignar) ásamt því sem starfsfólk Secret Solstice tekur myndir af hópnum á þeirra eigin búnað.

Öryggisatriði: Vegna öryggis verður gestum ekki leyft að kaupa tvo tíma í pottinn hvern á fætur öðrum, sé það gert mun annar miðinn verða ógildur. Gestir geta ekki tekið með sér auka áfengi í heita pottinn en er velkomið að skilja það eftir hjá starfsmönnum Secret Solstice og fá það aftur að pottaferð lokinni.

Athugið: Miðahafa verða að vera tilbúnir við Viking pottinn 5 mínútum áður en þeirra tími hefst; sé það ekki gert getur það valdið ógildingu miða án endurgreiðslu.