Tix.is

Um viðburðinn

YouTube undrið Kian And Jc er hugarfóstur tveggja Youtube stjarna, Kian Lawley og Jc Caylen. Þeir Kian og Jc eru enn sjóðheitir eftir hið geysivinsæla Tour Before the Tour ferðalag um Bandaríkin árið 2015.

Kian og Jc koma fram í Háskólabíói laugardaginn 25. júní með splunkunýja sýningu, Don't Try This at Home, þar sem þeir bjóða áhorfendum upp á mögnuð grín- og tónlistaratriði, leynda hæfileika, áskoranir á sviði, óvæntar uppákomur og margt fleira. Aðdáendur fá þarna einstakt tækifæri til að kynnast Kian og Jc í návígi.

YouTube rás þeirra er ein sú vinsælasta í heimi. Þeir Kian og Jc eru snillingar í hrekkjum, áskorunum, almennum skrípalátum og stuttum grínþáttum þar sem fagmannleg framleiðsla mætir frábærum húmor. Sýningin er í anda þáttanna á YouTube og hafa drengirnir fengið stórgóðar viðtökur hvar sem þeir hafa drepið niður fæti.

DAGSKRÁ DAGSINS

16:30    Opnað fyrir VIP gesti (eingöngu).
17:00    VIP gestir eru viðstaddir hljóðprufu.
17:30    “Meet and greet” – Handhafar VIP miða fá að hitta stjörnurnar.
19:00    Húsið opnar fyrir almenning.
19:30    Opnað inn í sal.
20:00    Kian og Jc stíga á svið. (Sýna í 100 mín, þ.m.t. er 15 mín hlé.)
21:45    Áætluð lok

Ekkert aldurstakmark er inn á þennan viðburð.

Ath: Dagskráin getur breyst fyrirvaralaust.