Tix.is

Um viðburðinn

Risaeðlan 19. maí í Gamla Bíói
Fyrstu tónleikar sveitarinnar í Reykjavík síðan 1996!

Hórmónar og RuGl sjá um upphitun.

Risaeðlurnar ku hafa dáið út fyrir 20 árum – að sögn. Sást síðast til þeirra í Tunglinu 16. júní 1996. Þá gerðust undur og stórmerki og vöknuðu þær til lífsins á Ísafirði í lok mars – nánar tiltekið á Aldrei fór ég suður tónlistarhátíðinni. Það er því ekkert að marka fregnir af því sem útdautt er eða ekki. Það fer því fjarri að Risaeðlan sé goðsagnakennd hljómsveit eða meðlimir hennar geymdir í formalíni og því til sönnunar er blásið til tónleika/veislu í Gamla Bíói fimmtudaginn 19. maí kl. 21. Húsið opnar stundvíslega kl. 20. Um upphitun sjá tvær af efnilegustu hljómsveitum landsins: Hórmónar sem sigruðu Músíktilraunir fyrir stuttu og RuGl sem tók þátt í sömu tilrunum og vakti mikla athygli.

Athugið: Risaeðlan kemur fram í þetta eina skipti!