Tix.is

Um viðburðinn

„Gulli Falk“

Þetta nafn er eins samofið íslenskri rokksögu og hægt er. Hvort sem fólk tengir hann við Fist, Gildruna, Exist, Dark Harvest, Audio Nation, Atómbræður eða eitthvað annað, þá er óumdeilt að þar er á ferð einn allra áhrifamesti gítarleikari í rokki og þungarokki sem Ísland hefur alið af sér. Ekki má þó gleyma járnabindimanninum Gulla Falk, en það eru ófá húsin sem hann hefur komið að.

Nú nýverið greindist Gulli svo með illvígt krabbamein, og berst nú við það af sama krafti og hann hefur slegist við járnin og gítarstrengina í gegnum tíðina. Baráttan er þó bæði hörð og kostnaðarsöm, og því er blásið til veglegra styrktartónleika á Spot í Kópavogi þann 6. maí næstkomandi. Allir sem að viðburðinum koma gefa vinnu sína, og fer því hver einasta króna óskipt til Gulla. Aðgangseyrir er 3000 krónur, og miðað við þann hafsjó listamanna sem ætla að koma fram til að hjálpa Gulla getur það vart talist mikið.

Við hvetjum alla sem vilja styrkja Gulla í þessari erfiðu baráttu að koma og eiga skemmtilega rokkaða kvöldstund í Kópavogi þann 6. maí næstkomandi.

Fram koma (í stafrófsröð):

Biggi Haralds & Sigurgeir Sigmunds
Bootlegs
Dimma
DJ Kiddi Rokk
Dúndurfréttir
Eyþór Ingi
Föstudagslögin
Guns 'n' Roses Tribute
Helga Fanney & Tommi
Nirvana Tribute
Nykur
Skálmöld
Sniglabandið
Sólstafir

Nánari tímasetning verður auglýst svo fljótt sem auðið er.

Húsið opnar kl 18

Ekkert aldurstakmark, enn börn yngri enn 18 ára í fylgd með forráðamanni