Tix.is

Um viðburðinn

Bikes vs Cars  

Fredrik Gerrten SE/ 2015 /90 mín/ Heimildarmynd

Bikes vs Cars er sjóðheitt efni úr heimildarmyndasmiðju BANANAS!* og Big Boys Gone Bananas um hinn ört vaxandi hóp fólks sem hefur ákveðið að leggja bílum sínum og hjóla. Aðgerðasinnar og borgir um allan heim vilja viðhorfsbreytingu í skipulagsmálum gatnakerfa. Stóra spurningin er, munu fjármálaöflin sem eiga hagsmuna að gæta í núverandi kerfi leyfa breytingar?

Bike vs Cars er vönduð og upplýsandi heimildarmynd sem leitast við að varpa ljósi á daglegt umferðaröngþveiti heimsins.

Allar myndirnar eru textaðar á ensku.  Aðgangur er ókeypis.

Tryggðu þér frían miða á hér á tix, óbókaðir miðar við innganginn.

Sýnishorn

Eftir sýningu myndarinnar Bikes vs Cars verður í Norræna húsinu þ. 18. apríl verða pallborðsumræður um efni myndarinnar, sem og stöðu og möguleika reiðhjólsins sem samgöngutækis á Íslandi. Myndin hefst kl. 18:00 og umræðurnar taka við eftir 19:30 þegar myndinni er lokið. Eftir pallborðsumræðurnar verður opnað fyrir spurningar úr sal. 

Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn stjórnar umræðunum. 

Þátttakendur í pallborðinu verða:

Þorsteinn R. Hermannsson, nýráðinn samgöngustjóri Reykjavíkurborgar

Kristín Sigurðardóttir slysa- og bráðalæknir og stjórnarmaður FÍB (Félags íslenskra bifreiðaeigenda)

Morten Lange, einn af stofnfélögum samtakanna Hjólafærni á Íslandi

Sigrún Helga Lund, stofnandi Samtaka um bíllausan lífsstíl 

Norden i Fokus tekur þátt í að skipuleggja viðburðinn. 

http://www.bikes-vs-cars.com/ 

Norræn kvikmyndahátíð hefur verið haldin í Norræna húsinu síðan 2012.  Markmið hátíðarinnar er að  kynna breitt úrval  vandaðra kvikmynda frá Norðurlöndunum. Samstarfsaðilar hátíðarinnar eru sendiráð Norðurlandana á íslandi, AALTO Bistro og Bio Paradis.