Tix.is

Um viðburðinn

Stærsti núlifandi lagahöfundur heims, Burt Bacharach, heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu þriðjudaginn 12. júlí.

Burt Bacharach, nú á 87. aldursári, hefur á 60 ára ferli sínum samið yfir 500 lög, þar á meðal vinsæl lög eins og Alfie, Anyone Who Had A Heart, Do You Know The Way To San Jose, Raindrops Keep Fallin’ On My Head, A House Is Not A Home, What’s New Pussycat?, Arthur’s Theme, Always Something There To Remind Me, What The World Needs Now Is Love, That’s What Friends Are For, I Say A Little Prayer, This Guy’s In Love With You, Trains and Boats and Planes, Message To Michael, There’s Always Something There to Remind Me – og fleiri og fleiri.

Burt Bacharach hefur hlotið ótal verðlaun fyrir verk sín, þar á meðal átta Grammy-verðlaun, þrjú Óskarsverðlaun og ein Golden Globe verðlaun. Hann á 48 lög sem hafa náð á topp 10 lista og þar af níu lög sem hafa náð efsta sæti vinsældarlista. Árið 2012 fékk hann hin virtu Gershwin-verðlaun og hélt þá frábæra tónleika fyrir Barack Obama í Hvíta húsinu. Burt Bacharach hélt ógleymanlega tónleika í fyrra, þegar hann spilaði fyrir 100.000 gesti á Galstonbury hátíðinni.

Ekki missa af ógleymanlegri kvöldstund með einu mesta tónskáldi 20. aldarinnar en Burt mun flytja allar sínar söngperlur ásamt frábærri hljómsveit og þremur söngvurum.