Tix.is

Um viðburðinn

Solstice Productions kynna með stolti Secret Solstice presents Inside The Volcano, fyrstu tónleika innan í kvikuhólfi í áður virku eldfjalli sem haldnir hafa verið í heiminum.

Þessi sérstaki viðburður verður haldinn á Laugardaginn 18.júní 2016 og munu einungis 20 gestir verða fluttir með þyrlu frá Reykjavík að muna Þríhnjúkagígs, og síðan látnir síga 120 metra ofan í gígjinn og njóta þar þessara einstöku tónleikaupplifunar.

Listamaðurinn sem fram kemur verður tilkynntur bráðlega, en þangað til getum við sagt að gestir fá að njóta órafmagnaðs flutnings frá heimsfrægum tónlistamanni. Tilkynninginn verður birt með góðum fyrirvara fyrir viðburðinn.

Innifalið í Secret Solstice presents Inside The Volcano pakkanum er V.I.P Hátíðarpassi á Secret Solstice hátíðina sem fer fram dagana 16-19.júní 2016.

Öryggisviðvörun: Secret Solstice og Inside The Volcano er mjög annt um öryggi gesta sinna á þessum viðburðum. Drykkir verða á boðstólnum við komuna í gígjinn en viðburðarhaldarar áskilja sér rétt til að neita fólki í miklu annarlegu ástandi um fólksflutning frá Reykjavík og í því tilfelli verður miðinn ekki endurgreiddur.

Varðandi fólksflutninga: Farið verður með þyrlu frá Reykjavík svo lengi sem veður leyfir sem hluti af viðburðinum. Ef veðurskilyrði leyfa ekki flug að gígnum verður farið með rútum eins nálægt gígnum og hægt er. Vinsamlegast athugið að ef farið verður með rútum þarf að ganga í 35-40 mínútur að gígnum. Vegna þess er mælt með að gestir séu í nægilega góðu líkamlegu ástandi til þess að geta farið gönguleiðina.