Tix.is

Um viðburðinn

Breska sviðsundrið sem hefur heillað heimsbyggðina upp úr skónum er væntanlegt hingað til lands á ný. Síðast fylltust fjórar sýningar þegar STOMP var sett upp árið 2013 og því gleður það okkur að tilkynna að landsmenn fá tækifæri til að sjá hana aftur laugardaginn 11. júní og sunnudaginn 12. júní í Eldborg, Hörpu.

STOMP er smitandi blanda af slagverki, dansi, leikhúsi og gamanleik við áhrifaríka tónlist sem er sprottin úr ólgu og erli hverdsagslífsins. Átta listamenn nota allt frá Zippó kveikjurum og ruslatunnulokum til jafnvel eldhúsvaska til að knýja fram sprengfiman og glaðlegan takt sem áhorfendur á öllum aldri um allan heim hafa notið árum saman.

STOMP hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda um heim allan og fengið fjölda verðlauna og tilnefninga, meðal annars verkið tilnefnt til Oliver verðlaunanna í flokknum „Besta skemmtunin“ og vann til verðlauna fyrir „Besta dansverkið“ í West End sýningu á sömu verðlaunahátíð.

Sýningarnar verða sem hér segir:
Laugardaginn 11. júní kl. 16 og kl. 20.
Sunnudaginn 12. júní kl. 14.

Verðsvæðin eru sem hér segir:
Úrvalssæti: 9.990 kr (8.990 kr. fyrir 16 ára og yngri)
Verðsvæði 1: 8.990 kr (7.990 kr. fyrir 16 ára og yngri)
Verðsvæði 2: 7.990 kr (6.990 kr. fyrir 16 ára og yngri)
Verðsvæði 3: 6.990 kr (5.990 kr. fyrir 16 ára og yngri)
Verðsvæði 4: 4.990 kr (3.990 kr. fyrir 16 ára og yngri)

Um sérstakt barnaverð verður að ræða, fyrir þá sem eru 16 ára og yngri, bæði í forsölu og almennu sölunni; barnaverðið er 1.000 kr lægra en almennt verð í öllum fimm verðsvæðum. Hægt er að tryggja sér barnaverðið alls staðar þar sem miðasala fer fram; bæði á netinu og í miðasölu Hörpu. Miðar sem eru keyptir á barnaverði verða skýrt merktir og þar með frábrugðnir öðrum miðum í útliti.