Tix.is

Um viðburðinn

Aðstandendur heimildarmyndarinnar „The Meaning of Life“ í leikstjórn Miguel Gonçalves Mendes efna til viðburðar með tónlistarmanninum Hilmari Erni Hilmarssyni og portúgalska metsöluhöfundinum Valter Hugo Mae í Kaldalónssal Hörpu 16. mars kl. 20:00.

Hilmar Örn mun flytja tónlistarlega túlkun sína á síðustu bók höfundarins, "The Dehumanization“ ásamt eigin verkum. Einnig koma fram þeir Steindór Anderssen og Sjón. Eftir að tónleikum lýkur verður útgáfu íslenskrar þýðingar "The Dehumanization" fagnað og höfundurinn Valter Hugo Mae áritar bækur sínar.