Tix.is

Um viðburðinn

Rapp klanið Reykjavíkurdætur hefur heldur betur látið í sér heyra síðan að þær spruttu fram fyrir um tveimur árum. Með beittum rímum og áhrifamikilli framkomu hefur þessi fjölmenni hópur rappandi kvenna tekið sér pláss í íslensku rappsenunni og rutt með því veginn fyrir kynslóðir kynsystra sinna sem á eftir þeim koma.

Þær komu, sáu og sigruðu á síðustu Iceland Airwaves hátíð og var fjallað um þær í mörgum af stærstu tónlistarmiðlum heims sem það besta sem að hátíðin hafði upp á að bjóða þetta árið. Í kjölfarið hefur rignt yfir þær tilboðum um að halda tónleika í öllum heims hornum. Þær ætla samt að byrja hér heima. Á gamla góða Gauknum, föstudagskvöldið 12.febrúar. Öllu verður tjaldað til, gömlum slögurum jafnt sem glænýju efni og verður þetta án efa kvöld sem að mun rata í sögubækurnar.

Umsagnir um tónleika Reykjavíkurdætra:

„It’s a rare thing to go to a gig and think: I’ve never seen anything like that before. Rarer still to come across a band as inspiring as this 15-strong all-female hip hop collective“ - Irish Times

„The vocal choreography was impressive, there was method and practice in the sorority“ - Rolling Stone

„Ef einhverjar eru að fara að hreyfa við gildunum sem meðalljóninn hefur í dag eru það Reykjavíkurdætur“ - Mbl