Tix.is

Um viðburðinn

Margrét Eir flytur okkur tónlist Lindu Ronstadt sem hefur um áratugi verið ein af ástsælustu söngkonum Bandaríkjana. Linda skilur eftir sig langa slóða af eftiminnilegum lögum svo sem Blue Bayou, Its so easy og Don´t know much.  Öll þessu lög hafa sterkt minningarlegt gildi fyrir marga og Margrét Eir mun leiða okkur í gegnum hennar þekktustu lög.

Linda Ronstadt hefur um áratugi verið ein af ástsælustu söngkonum Bandaríkjana. Ferill hennar var gríðalega farsæll og eftir standa ógleymanleg tónlist sem spannar nokkra áratugið.  Samstarf hennar við The Eagles, Eric Clapton, Neil Young og Dolly Parton er löngu orðið rótgróin klassík í Amerískri þjóðlagatónlist. Hún gaf út hverja plötuna á fætur annarri á árunum 1965-2006. Lög eins og Blue Bayou, Its so easy, You´re no good og Don´t know much fór öll inn á vinsældarlista þar vestanhafs. Hún hefur meðal annars unnið   til 11 Grammy verðlauna, American Music Awards og Emmy verðlauna. Árið 2013 tilkynnt Linda Ronstadt að hún hefði greinst með Parkinson´s. Sjúkdómurinn varð til þess að hún getur ekki sungið lengur. Margrét Eir hefur sett saman þessa dagskrá til heiðurs þessarar stórkostlegu listakonu. 

Margrét Eir hefur verið meðal okkar fremstu sönkvenna um áraraðir. Margét þykir jafnvíg á ýmsum sviðum tónlistar enda menntuð leikkona. Hún hefur til að mynda tekið þátt í uppfærsum eins og Vesalingarnir, Hárið, Rent og Mary Poppins í leikhúsunum. Sungið inn á ótal plötur og starfað með helstu tónlistarfólki landsins og komið fram við hin ýmsu tilefni þar má nefna meða annars Sinfóníuhljómsveit Íslands, Frostrósir, Söngkeppni sjónvarpsstöðva, Sumarjazzhátíð Jómfrúnnar, Rigg tónleikasýningar, Þjóðlagahátið á Siglufirði og Myrkir Músíkdagar. Síðustu ár hefur Margrét starfað með hljómsveitinni Thin Jim og gefið með þeim tvær plötur sú síðari í samstarfi við Pál Rósinkranz og ber nafnið If I needed you 

Hjómsveitina skipa: Vignir Snær Vigfússon gítar og raddir, Jökull Jörgensen á bassa, Hannes Friðbjarnarson trommur og raddir, Andrés Thor á gítar.

Sérstakur gestur verður Guðrún Gunnarsdóttir söngkona

“Það er mér sönn ánægja að fá að flytja tónlistina hennar Lindu. Kraftmikil söngkona sem jafn framt hefur svo mikla næmni í túlkun. Hún syngur alltaf beint frá sálinni….maður getur lært mikið af svona powerhouse konum” – Margrét Eir

Margrét Eir á YouTube

Margrét Eir á Facebook