Tix.is

Um viðburðinn

Skálmöld, berskjaldaðir!

Í tilefni þess að allar plötur Skálmaldar hafa nú náð gullsölu, og tónleikaplata þeirra með Sinfóníuhljómsveit Íslands reyndar platínusölu, blása þeir sexmenningar til sérstakra yfirlitstónleika. Þungarokkið verður að sjálfsögðu í fyrirrúmi, krafturinn og spilagleðin sem Skálmöld er þekkt fyrir, en þessi kvöldstund verður þó einstök fyrir margra hluta sakir. Á líftíma sveitarinnar hefur lygilega margt drifið á dagana og ætla strákarnir að koma því í tóna, orð og myndir, fá til sín gesti, segja sögur og ljóstra upp leyndarmálum. Eitthvað sem sannir Skálmaldar-aðdáendur, og áhugafólk um íslenska tónlistarsögu ætti ekki að láta framhjá sér fara. Allir eru boðnir velkomnir, en yngri en 16 ára þó í fylgd forráðamanna.