Tix.is

Um viðburðinn

Víking Ölgerð kynnir Ægisgarð, heimili íslenskrar brugghefðar og bjórsögu.

Í gegnum aldirnar hafa afkomendur víkinganna haldið Þorrablót til að heiðra þessa miklu menn, sem blótuðu sínum goðum og fórnuðu dýrum og mönnum, til að öðlast gæfu á komandi ári. Í Ægisgarði verður hægt að taka þátt í þessari hefð, þó litlu öðru en bjór verði fórnað á altari Bakkusar í þetta skiptið.

Þorra Leikar eru uppákoma fyrir alla sanna bjóráhugamenn. Farið er í ferðalag um sögu bjórs og brugghefðar Víking Ölgerðar, ásamt því að veittur er fróðleikur um skemmtanamenningu landans frá landnámi til vorra daga. Þorrabjórinn, ásamt öðrum goðaveigum, verður smakkaður og att verður kappi í skemmtilegum bjórtengdum leikjum.

Þorra leikar eru afbragðs afþreying fyrir hópa og einstaklinga sem þyrstir í skemmtilega upplifun og í senn aukna þekkingu á bjór, sögu hans og hefð. Að leikum loknum tekur við gleðistund þar sem ölið flæðir og leikendur fagna áður en haldið er af stað út á lífið. Hér er veitt vel, smakkað lengi og leikið af þrótti í anda Ægis, konungs hafsins og bruggmeistara með meiru.

Gakk á goða veigum!

Verð 6.490 kr.

Hópar, 15 manns og fleiri, geta bókað einkaleika á öðrum tímum á heimasíðu Ægisgarðs.

Ægisgarður er staðsettur á Grandagarðinum við Eyjarslóð 5, í sama húsi og Seglagerðin Ægir. Fjórir mismunandi barir eru á staðnum og túlkar hver þeirra hina miklu gestrisni Ægis á sinn hátt. Verandi gestrisinn með eindæmum, getur hann auðveldlega tekið á móti allt að 200 leikendum í einu. Ægisgarður er fjölnota rými ætlað fyrir allskyns gleðisamkomur. Við getum tekið á móti hópum upp að 200 manns, sama hvort er um að ræða einkasamkvæmi, fyrirtækjahópa eða bara það sem fólki dettur í hug.

Nánari upplýsingar og hópabókanir á heimasíðu Ægisgarðs, www.aegisgardur.is  eða í tölvupósti info(hjá)aegisgardur.is.

Þorra leikar verða haldnir fimmtudagskvöldin 28. janúar og 4. febrúar kl.20:00