Tix.is

Um viðburðinn

Stockfish kvikmyndahátíðin er samstarfsverkefni allra fagfélaganna í kvikmyndagreinum á Íslandi. Markmið hennar er að opna fyrir samtal og samstarf við erlendan kvikmyndaiðnað. Hátíðin er auk þess tækifæri fyrir alla kvikmyndaunnendur til að upplifa það besta sem er að gerast í alþjóðlegri kvikmyndagerð í heiminum í dag. Hátíðin stendur auk þess fyrir fjöldanum öllum af viðburðum sem og heimsóknum erlendra kvikmyndagerðarmanna og fagaðila í kvikmyndagerð. Stockfish er því ein allsherjar kvikmyndaveisla sem og fagmessa kvikmyndagerðarfólks á Íslandi.

Hátíðarpassi kostar 9.500 kr. Hann veitir þér aðgang að öllum sýningum og viðburðum hátíðarinnar á meðan húsrúm leyfir. Auk þess veitir passinn þér frábæra afslætti hjá samstarfsaðilum okkar á meðan hátíðinni stendur:

Bíó Paradís - bjór og vín á 650 kr.
Hlemmur Square - 25% afsláttur af mat og happy hour verð á bjór og víni.
Kaffi Vínyl - happy hour verð á bjór og víni.

Klippikort kostar 3.900 kr. Hann veitir þér aðgang að þremur sýningum hátíðarinnar.

stockfishfestival.is