Tix.is

Um viðburðinn

Laugardagskvöldið 13. febrúar kl. 20:00 verða öll bestu lög Vilhjálms Vilhjálmssonar flutt í Eldborgarsal Hörpu. Einstök kvöldstund þar sem margar af þekktustu perlum íslenskrar dægurlagasögu munu hljóma í glæsilegri umgjörð en tónleikarnir hafa verið sýndir í þrígang fyrir fullu húsi í Eldborg á liðnu ári. Á meðal laga má nefna Bíddu pabbi, Lítill drengur,Frostrósir, Það er svo skrýtið, Það er bara þú, Vor í Vaglaskógi og fl. ?Söngvararnir Friðrik Ómar, Guðrún Gunnarsdóttir, Jóhann Vilhjálmsson, Jógvan Hansen, Margrét Eir og Erna Hrönn koma fram ásamt einvalaliði hljóðfæraleikara undir stjórn Karls Olgeirssonar.

Nýkrýndir Íslandsmeistarar í Latin dönsum, dansparið Hanna Rún og Nikita Basev stíga einni dans í sýningunni.

Framleiðandi er Rigg Viðburðir