Tix.is

Um viðburðinn

Einn / Þriðji er samstarfsverkefni Studio Festisvall og Børk. Verkefnið er þríleikur þar sem teflt er saman hönnun, mynd- og tónlist. Veislan hefst með tónleikaröð á Húrra og munu Music Reach sjá um að streyma tónleikunum til þeirra sem ná ekki úr sófanum.

Þau fyrstu til leiks eru dj. Flugvél og Geimskip og Teitur Magnússon, en þau munu að þessu tilefni splæsa í lag saman sem frumflutt verður þetta kvöld.

dj. flugvél og geimskip

Fjörug hryllings-raftónlist með geimívafi. Hressandi taktar og cool bassi skipa veigamikið hlutverk ásamt söng. Meðal áhrifavalda má nefna Joe Meek, Suicide, Asha Bhosle og Raymond Scott. Tónleikar með dj. flugvél og geimskip skapa jafnan litríka, dularfulla og ævintýralega upplifun, þar sem töfrar og sögur leiða áheyrendur áfram.

Teitur Magnússon

Í gegnum árin hefur Teitur Magnússon troðið upp með hinum ýmsu sveitum til að mynda Ojba Rasta, Justman og Fallegum mönnum. Nú um mundir kemur hann fram sem kapteinn á eigin flaggskipi! Ásamt fulltingi vina sinna sem og vina þeirra mun hann stíga á stokk og leika lög af sólóplötu sinni 27 sem kom út í desember í fyrra. Í bland við þann prísaða bálk laga munu gestir Húrra einnig heyra nýsamin og óheyrð lög sem og gljáfægðar gamlar perlur.

Samstarfsaðilar:
Macland.is
Music Reach
Funkþátturinn

Miðaverð er 1.500 í forsölu og 2.000 við hurð.