Tix.is

Um viðburðinn

Kvennakórinn Katla og Bartónar, kallakór Kaffibarsins, blása til jólastórtónleika í Gamla bíó þann 17. desember kl.18:00 og 20:00 undir dyggri stjórn Hildigunnar Einarsdóttur, Jóns Svavars Jósefssonar og Lilju Daggar Gunnarsdóttur.

Tónleikarnir eru til styrktar Sjónarhóli, Sjónarhóll var stofnaður að frumkvæði foreldra barna með sérþarfir. Að stofnuninni komu margir aðilar, félög og stofnanir. Með tilurð Sjónarhóls er nú í fyrsta skipti samhæfð starfsstöð sem veitir faglega og óháða ráðgjöf fyrir aðstandendur barna sem eiga við langvarandi veikindi og fötlun að stríða.

Bartónar og Kötlur sameina söngkrafta sína og flytja jólalög úr ýmsum áttum, þjóðleg og óþjóðleg, hæg og hröð, há og lág, súr og sæt, mjúk og hörð. Taumlaus jólagleði, jólakötturinn lætur sig ekki vanta og það er aldrei að vita nema einhverjir jólasveinar láti sjá sig.