Tix.is

Um viðburðinn

Hommi, múslimi og feministi koma gangandi inn á bar...
Saga og Dóri eru uppistandarar og þau eru líka kærustupar. Þau elskast, rífast, semja brandara og eru ósammála um hvort betra sé að fara til New York eða á Hornstrandir til að rækta sambandið. Dóri og Saga eru kaldhæðin, upptekin af sjálfum sér og of mikið á netinu. Það er ekkert grín að vera einstaklingur í sjálfhverfu sambandi og í samkeppni við einu manneskjuna sem skilur mann. Það eina sem þau óttast er að segja óviðeigandi brandara og verða fyrir vikið jörðuð á öllum miðlum. En hvað er óviðeigandi brandari? Er grín ekki alltaf leikur á línunni? Og hversu óviðeigandi þarf mjög fyndinn brandari að vera til að maður sleppi honum? Er grín einhvern tímann ókeypis? Meira að segja fimm aura brandarar hafa verðmiða og hvað kostaði þá Grínverjinn?

Sýningin hefur verið sýnd fyrir fullu húsi í Hofi á Akureyri í haust og hefur hún hlotið einróma lof gagnrýnenda og áhorfenda. Nú gefst höfuðborgarbúum tækifæri til þess að njóta hennar.

"Drepfyndin sýning" - Skapti Hallgrímsson – Mbl

"Gott verk og öllum aðstandendum þess til sóma" – Ágúst Þór Árnason Vikudagur

"í leikhúsinu verður hláturinn oft dálítið sakbitinn, í því felst snilld þessarar sýningar." - Björn Þorláksson – hringbraut.is

"Í stuttu máli þá fannst mér þetta stórkostleg sýning." - Hilda Jana Gísladóttir – N4

"Mjög vel heppnað. Ég skemmti mér mjög vel og það var alveg augljóst að áhorfendur skemmtu sér mjög vel," - Hlín Agnarsdóttir - Kastljós

Þetta er grín, án djóks er 316. sviðsetning Leikfélags Akureyrar og er sett upp í samstarfi við Menningarhúsið Hof.

Höfundar: Halldór Laxness Halldórsson og Saga Garðarsdóttir
Leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson
Tónlist: Snorri Helgason
Leikmynd og búningar: Magnea Guðmundsdóttir
Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson
Dramatúrgía: Halldór Laxness Halldórsson, Jón Páll Eyjólfsson og Saga Garðarsdóttir
Starfsnemi á Leiklistarsviði: Hekla Aðalsteinsdóttir
Listræn ráðgjöf: Dóra Jóhannsdóttir, Mið Ísland
Leikarar: Halldór Laxness Halldórsson, Saga Garðarsdóttir og Benedikt Karl Gröndal
Hljóðmynd: Einar Karl Valmundsson
Sýningarstjórn: Þórunn Geirsdóttir og Jón Birkir Lúðvíksson
Tæknimaður: Þóroddur Ingvarsson
Ljósmyndir: Auðunn Níelsson
Hönnun: Arnar Tyggvasson
Aðstoð við búninga: Kristín Sigvaldadóttir
Leikmyndasmíði og málun: Magnús Viðar Arnarson, Bjarki Árnasson, Lárus Heiðar Sveinsson, B.Hreiðarsson ehf