Tix.is

Um viðburðinn

Russell Howard er uppistandandari á heimsmælikvarða sem nýtur mikillar hylli um þessar mundir og er marglofaður af gagnrýnendum sem hafa meðal annars útnefnt hann "ofurstjörnu grínsins" (Time Out).

Hann er jafnframt einn allra vinsælasti og aðsóknarmesti uppistandari Bretlandseyja og þáttastjórnandi eins vinsælasta sjónvarpsþáttar í heimi: Russell Howard's Good News.

Russell Howard stígur nú á svið með glænýtt uppistand í fyrsta sinn í þrjú ár og fer nú um allan heim með sýninguna Round The World.

Sýningin á Íslandi fer fram þann 21. júní árið 2017 í Háskólabíói. Miðaverð er aðeins 6.990 kr. og einungis 800 miðar eru í boði.