Úrslitaþátturinn í The Voice Ísland. Þjálfararnir mæta til leiks ásamt söngvurunum fjórum sem eftir eru í keppninni. Þeir munu leggja allt undir til þess að vinna hug og hjörtu þjóðarinnar sem mun velja sigurvegarann í símakosningu.
Þar sem um beina útsendingu er að ræða viljum við benda áhorfendum á að ekki er heimilt að yfirgefa salinn fyrr en að útsendingu lokinni. Útsending hefst klukkan 20.00 og lýkur kl. 22.20. Þjálfarar bjóða upp á myndatökur og áritanir í lok útsendingar.
Viðburðurinn hefst kl. 20:00
Hleypt er inn í salinn kl. 19:20
Salnum verður lokað kl. 19:50
Aldurstakmark 12 ára - nema í fylgd með fullorðnum.