Tix.is

Um viðburðinn

Sunnudaginn 6. desember, Klukkan 16 og 20
Langholtskirkju, Sólheimum 13, 104 Reykjavík

Árlegir jólatónleikar Söngfjelagsins undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar hafa notið mikilla vinsælda. Á þessum jólum er þemað keltnesk og írsk jólatónlist, í bland við þá íslensku í flutningi Söngfjelagsins og hljómsveitar, sem leikur á keltnesk hljóðfæri. Gestir tónleikanna verða sönghópurinn Vox Populi, írsku söngkonurnar Regina Mcdonald og Blath Conroy Murphy úr írska sönghópnum Anúna ásamt Björgu Þórhallsdóttur sópransöngkonu.

Eins og hefð er fyrir frumflytur Söngfjelagið nýtt jólalag á tónleikunum og að þessu sinni er það „Hundurinn“ og kórfélaginn Hjörleifur Hjartarson sem á jólalag Söngfjelagsins 2015.