Tix.is

Um viðburðinn

Eins og alþjóð veit þá er ástandið í Sýrlandi skelfilegt um þessar mundir, hátt í 100.000 almennir borgarar hafa látið lífið og þar af yfir 12.000 börn.

Akureyrarbær hefur ákveðið að taka á móti fjölskyldum frá sýrlandi á næstu mánuðum, og því hefur verið efnt til stórtónleika, og stofnaður styrktarsjóður sem ætlaður er fyrir börn og unglinga þeirra sem hingað koma.

Sjóðnum er ætlað að veita nýju vinum okkar, sömu tækifæri og krakkarnir okkar hafa hvað varðar Íþróttir, menningu og frístundir. Rauði Krossinn mun hafa umsjón með sjóðnum.

Fram koma
Magni Ásgeirsson, Hreimur Örn Heimisson, Rúnar Eff, Erna Hrönn Ólafsdóttir og Stefán Jakobson

Hljómsveitina skipa.
Gítar – Hallgrímur Jónas Ómarsson
Bassi – Stefán Gunnarson
Píanó: Birgir Þórisson
Trommur - Valgarður Óli Ómarsson

Kynnar:
Dóri DNA og Saga Garðarssdóttir