Tix.is

Um viðburðinn

Oration og Studio Emissary munu þann 19. og 20. febrúar 2016 standa fyrir kolsvartri tveggja daga alþjóðlegri tónlistarveislu undir nafninu Oration MMXVI. Hátíðin fer fram á skemmtistaðnum Húrra í Reykjavík og mun bjóða upp á það besta og ferskasta sem er að finna í svartmálmi (Black Metal) í heiminum í dag. Á hátíðinni munu koma fram íslensku sveitirnar Svartidauði, Sinmara, Misþyrming og Abominor sem allar hafa hlotið mikla athygli erlendis, og auk þess mun Oration MMXVI bjóða heim böndunum Malthusian (Írland), Slidhr (Írland / Ísland), Ævangelist (BNA) og Mortuus Umbra (Ísrael). Síðast en ekki síst munu hinar virtu sveitir Rebirth of Nefast (Írland / Ísland) og Wormlust (Ísland) koma fram á sviði í fyrsta sinn eftir margra ára bið.

Búast má við að fleiri bönd verði tilkynnt síðar.