Tix.is

Um viðburðinn

Ágústa Sigrún Ágústsdóttir gefur út geisladiskinn Stjörnubjart og fær til liðs við sig fleiri tónlistarmenn til að fylgja disknum úr hlaði á þessum tónleikum.

Tónlistinni á Stjörnubjart er best lýst sem hugljúfri skammdegistónlist sem er lágstemmd, klædd í snjó við yl frá kertaljósi og með jólalegu ívafi. Stemmningin er tær, náin, persónuleg og tímalaus og veturinn og spilar stórt hlutverk, því ekki eru öll lögin dæmigerð jólalög. Það örlar á þjóðlaga- og sveitastíl sem og norrænum áhrifum með afturhvarfi til gamla tímans. Lögin koma víða að. Þar eru nokkur þjóðlög, íslenskar perlur, sálmalög, Gustav Holst og Jean Sibelius koma við sögu sem og sænskir höfundar á borð við Pererik Moraeus og þá Benny og Björn úr ABBA. Ennfremur eru þrjú ný íslensk lög á disknum, lagið Kristallar eftir Sváfni Sigurðarson, Ljós eftir Harald V. Sveinbjörnsson og Draumvísa eftir söngkonuna.

Á tónleikunum koma fram auk Ágústu þeir Sváfnir Sigurðarson sem syngur og spilar á gítar, Kjartan Guðnason sem sér um ásláttinn og Haraldur V. Sveinbjörnsson sem útsetur, spilar á píanó og fleiri hljóðfæri. Þórir Jóhannsson spilar á bassa og Matthías Stefánson fiðlar og spilar á gítar

Nýútkominn diskurinn verður til sölu á staðnum á sérstöku tónleikaverði.

Heimasíða Ágústu

Facebook síða Ágústu

Kynningarmyndband