Tix.is

  • 23. sep. - kl. 13:00
Miðaverð:5.000 kr.
Um viðburðinn

Námskeið á vegum Alzheimersamtakanna með Teepu Snow um jákvæða nálgun við umönnum fólks með heilabilun. 

Einstakt tækifæri til að taka þátt í námskeiði með Teepu Snow haldið í Bæjarbíó, Strandgötu 6, 220, Hafnarfirði. Athugið námskeið fer fram á ensku.

Aðstandendur og umönnunaraðilar geta lent í krefjandi aðstæðum í samskiptum og umönnun fólks með heilabilun. Í þessari fræðslu með Teepu Snow mun hún kynna þátttakendum hagnýt úrræði og aðferðir til að eiga árangursrík samskipti við fólk með heilabilun, þar á meðal munnlegar leiðbeiningar sem hjálpa til við að draga úr óþægindum.  Þetta er einstakt tækifæri til að upplifa sérfæðing í málefnum fólks með heilabilun á heimsvísu.

Teepa Snow er einn helsti talsmaður fólks með heilabilun á vesturlöndum. Hún er iðjuþjálfi að mennt, aðstandandi og með yfir 30 ára starfsreynslu, bæði í umönnun og fræðistarfi. Teepa Snow notar jákvæða nálgun í umönnun fólks með heilabilun og lifandi aðferðir við að miðla þekkingu sinni til fólks. Hún heldur fyrirlestra víða um heim og velþekktur fyrirlesari.

Teepa Snow hefur þróað eigið kerfi sem kallað er GEMS®. Þar styðst hún við vísindin og eigin reynslu, byggt á menntun hennar. Og hefur byggt upp fyrirtæki sem veitir ráðgjöf, fræðslu og þjálfun, bæði á netinu og í beinum samskiptum fólk með heilabilun, aðstandendur og fagfólk.  
Teepa Snow hefur í sínu sem fræðslustjóri Alzheimer samtakanna í N-Carolina fylki í Bandaríkjunum tekið þátt í að byggja upp frábært starf samtakanna og lyft grettistaki varðandi þjónustu við fólk með heilabilun. Á www.teepasnow.com er að finna fræðslumyndbönd, fræðsluefni, stuðningshópa, fréttabréf og fjölmargt fleira.