Tix.is

Um viðburðinn
Á tónleikunum Sumarsól er boðið upp á fjölbreytta dagskrá og sungið um sólina, ástina og sjóinn. Flutt verða falleg íslensk og erlend sönglög í bland við óperuaríur og dúetta. Á dagskránni eru meðal annars dúettinn Ó, blessuð vertu sumarsól í fallegri útsetningu Jónasar Ingimundarsonar, Blómadúettinn úr Lakmé, grípandi sönglög eftir Jón Múla, Fauré, Reynaldo Hahn, Édith Piaf, Kurt Weill og Pál Ísólfsson. Listamennirnir munu leiða áheyrendur í gegnum dagskrána með stuttum kynningum.

Tónleikarnir eru um klukkutími að lengd.

Listamenn:
Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzósópran
Hallveig Rúnarsdóttir sópran
Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari
Matthías Stefánsson fiðluleikari

Listrænn stjórnandi: Sigríður Ósk Kristjánsdóttir