Tix.is

Um viðburðinn

Orgelsumar í Hallgrímskirkju 2024

Laugardagur 17. ágúst kl. 12.00 - 12.30
Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, orgel Akureyrarkirkja
Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, selló
Aðgangseyrir 2.700 kr.

Sigrún Magna Þórsteinsdóttir stundaði tónlistarnám í Tónlistarskólanum á Akureyri, Tónlistarskólanum í Reykjavík, við Tónskóla þjóðkirkjunnar og í Konunglega danska tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn. Þaðan lauk hún meistaraprófi í kirkjutónlist undir handleiðslu prof. Bine Bryndorf. Í námi sínu lagði hún sérstaka áherslu á barnakórstjórn,
tónlistaruppeldi barna og kenningar um tónlistarþroska barna. Hún heldur reglulega tónlistarnámskeið fyrir foreldra ungbarna og kennir börnum orgelsmíði í verkefninu
Orgelkrakkar. Sigrún hefur starfað sem organisti og kórstjóri í Reykjavík, í Kaupmannahöfn og á Akureyri.

Sigrún starfar nú sem organisti við Akureyrarkirkju og við Möðruvallaklausturskirkju í Hörgárdal ásamt því að kenna við Tónlistarskólann á Akureyri og Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Hún hefur haldið fjölda tónleika á Íslandi og erlendis bæði sem einleikari, meðleikari og kórstjóri og hefur haldið námskeið og fyrirlestra í tónlist. Sigrún situr í stjórn félags íslenskra organista, FÍO. Hún hefur einnig verið listrænn stjórnandi Tónlistarfélags Akureyrar, setið í undirbúningsnefnd fyrir Norrænt
kirkjutónlistarmót í Reykjavík árið 2012, og var framkvæmdastjóri Kirkjulistaviku í Akureyrarkirkju árin 2009-2017.
Sigrún fékk úthlutað listamannalaunum frá íslenska ríkinu árin 2016 og 2022.

Steinunn Arnbjo¨rg Stefa´nsdo´ttir nam to´nlist og sello´leik við To´nlistarsko´lana a´ Akureyri og i´ Reykjavi´k og lauk einleikarapro´fi vorið 2000. Þa´ he´lt hu´n til frekara na´ms i´ Frakklandi, sérhæfði sig í barokktónlist og útskrifaðist frá Parísarkonservatoríinu sem barokksellóleikari vorið 2006.
Steinunn hefur si´ðan leikið með mo¨rgum helstu barokkho´pum Frakklands: Les Basses Re´unies, La Mai^trise du Centre de Musique Baroque de Versailles, Ricercar Ensemble, Les Folies Franc¸oises... og I´slands: Nordic Affect, Barokkbandinu Bra´k, Alþjo´ðlegu Barokksveitinni i´ Hallgri´mskirkju.

Steinunn er stofnandi fransk-i´slenska barokk- og indípoppho´psins Corpo di Strumenti/SÜSSER TROST og meðlimur í þjóðlagauslasveitinni Gadus Morhua Ensemble. Steinunn er ska´ld, to´nska´ld og lagasmiður og hefur gefið u´t fjórar ljo´ðabækur, plötuna Lju´fa huggun ásamt SU¨SSER TROST með eigin lo¨gum og ljo´ðum og plötuna Peysur og Parruk ásamt Gadus Morhua Ensemble. Steinunn er einnig forsprakki TÓLF TÓNA KORTÉRSINS, norðlenskri tilraunasenu í tónlist á Listasafninu á Akureyri, og leiðandi sellóleikari Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.
Steinunn kennir við Tónlistarskólann á Akureyri og er deildarstjóri klassíkrar deildar hans.