Keyrum Hinsegin daga 2024 í gang með trompi og njótum dýrmætrar samveru með hinsegin stórfjölskyldunni! Gróska og Eiriksdóttir opnar kl. 18:00 og verður hægt að koma sér fyrir á Eiriksdóttir og gæða sér á góðum mat og drykkjum. Dagskráin hefst kl. 20:00 með fjölbreyttum atriðum sem hita okkur upp fyrir frábæra viku og við klárum kvöldið á dansgólfinu með DJ Alexander.
Fram koma: Bashar Murad, söngleikjakórinn Viðlag, RÁN, Crisartista, House of Heart, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, TORFI, Bjarni Snæbjörnsson, Bára Halldórsdóttir, Friðrik Agni Árnason og fleiri.
Hátíðarræða er að þessu sinni í höndum Hönnu Katrínar Friðriksdóttur þingkonu.
Stjórnendur opnunarhátíðar eru Bjarni Snæbjörnsson og Gréta Kristín Ómarsdóttir.