Tix.is

Um viðburðinn

Þetta er viðburður sem enginn má láta framhjá sér fara!

Raddir úr Rangárþingi hafa staðið fyrir nokkrum tónleikum undanfarin ár í Rangárþingi. Sumartónleika, jólatónleika og vetrartónleika. Nú er komið að því að efna til sannkallaðrar ROKKVEISLU í íþróttahúsinu á Hellu. Það verður ekkert slegið af í uppsetningu viðburðarins í íþróttahúsinu á Hellu.

Undanfarin tvö skipti seldist upp svo mikilvægt er að tryggja sér miða tímanlega.

Raddir úr Rangárþingi hlutu hvatningarverðlaun Eyrarrósarinnar 2023:

Það er ekki ofsögum sagt að raddir heimafólks séu virkjaðar til góðs í tónleikaröðinni Raddir úr Rangárþingi. Haldnir hafa verið þrennir tónleikar á Hellu undir þessari yfirskrift að undanförnu við miklar vinsældir. Alls hafa 25 söngvarar úr Rangárþingi komið fram á tónleikunum hingað til og þeim fjölgar enn, því hópur nýrra söngvara bætist við á næstu tónleikum í röðinni sem munu fara fram í ágúst næstkomandi. Söngvararnir sem koma fram syngja allt frá klassík til popptónlistar. Öll fá stuðning frá fagmanneskju við undirbúning tónleikanna.

Guðmóðir verkefnisins, Glódís Margrét Guðmundsdóttir, hefur metnað til þess að breikka hóp söngvaranna enn frekar og þá ekki síst með það í huga að hópurinn endurspegli það fjölmenningarlega samfélag sem við búum í. Valnefnd Eyrarrósarinnar fagnar þessu sérstaklega og hvetur Glódísi og samstarfsfólk hennar áfram á þessari braut.


Viðburðurinn er í samstarfi við Rangárþing ytra og Coca Cola.


rur