Tix.is

Um viðburðinn

Klassík á eyrinni er einstök kammertónlistarhátíð sem fer fram í fyrsta sinn sumarið 2024 í hrífandi fegurð Eyjafjarðarins. Hátíðin fer fram yfir helgina 17. -18. ágúst og býður íbúum Norðurlandsins að hlýða á fremstu ungu tónlistarmenn landsins flytja meistaraverk kammerbókmenntanna í kirkjum og tónleikasölum Akureyrar.

Aðrir tónleikar hátíðarinnar fara fram í Glerárkirkju þann 17. ágúst kl. 19:30.


Efnisskrá:

Ludwig van Beethoven: Strengjakvartett í B-dúr, Op. 18/6

Caroline Shaw: Blueprint fyrir strengjakvartett

Johannes Brahms: Píanókvartett í c-moll


Flytjendur:

Sólveig Steinþórsdóttir, fiðla

Rannveig Marta Sarc, fiðla

Anna Elísabet Sigurðardóttir, víóla

Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, selló

Þóra Kristín Gunnarsdóttir, píanó