Klassík á eyrinni er einstök kammertónlistarhátíð sem fer fram í fyrsta sinn sumarið 2024 í hrífandi fegurð Eyjafjarðarins. Hátíðin fer fram yfir helgina 17. -18. ágúst og býður íbúum Norðurlandsins að hlýða á fremstu ungu tónlistarmenn landsins flytja meistaraverk kammerbókmenntanna í kirkjum og tónleikasölum Akureyrar.
Fyrstu tónleikar hátíðarinnar verða í Sæborg í Hrísey þann 17. ágúst kl. 12:30.
Efnisskrá:
Philippe Hersant: Ellefu kaprísur fyrir fiðlu og selló
J.S. Bach: Fimmtán invensjónur (útsettar fyrir fiðlu og selló)
A. Dvorák: Strengjakvartett í F-dúr Op. 96, “Ameríski kvartettinn”
Flytjendur:
Sólveig Steinþórsdóttir, fiðla
Rannveig Marta Sarc, fiðla
Anna Elísabet Sigurðardóttir, víóla
Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, selló