Tix.is

  • Frá 30. maí
  • Til 27. júní
  • 4 dagsetningar
Miðaverð:3.000 kr.
Um viðburðinn

Tjarnarbíó fyllist af Gleði í sumar!

Í hverri viku verður Happy Hour uppistand á litla sviðinu í Glersal Tjarnarbíós. Blanda þjóðþekktra grínista og girnilegra nýliða koma þér til að hlægja á meðan þú kveður niður verðbólgudrauginn og borgar minna fyrir drykkina. Hverju uppistandi lýkur svo passlega fyrir þig til að hoppa heim og grilla kvöldmatinn í sólinni.

Landsþekkti grínistinn, handritshöfundurinn og VHS-bróðirinn Stefán Ingvar er ekki aðeins áhugamaður um vaxtarækt og virkur í athugasemdum heldur tekur hann tryggum örmum um dagskrána og fær nýjan gest með sér í hverri viku. Hver sýning er því einstök!

Miðaverði er stillt í hóf og nándin við áhorfendur er í fyrirrúmi svo sætaframboð er takmarkað. Fylltu sumarhjartað Gleði með heimsókn í Tjarnarbíó!