Tix.is

Um viðburðinn

Í tilefni af 30 ára afmæli Listdansskóla Hafnarfjarðar setja nemendur upp sýningu sem byggist á sögunni um Litlu Hafmeyjuna. Nemendur á aldrinum 4 - 22 ára túlka þessa fallegu sögu í gegnum fjölbreytt söngleikja, ballett, djassdans, nútímadans og loftfimleika atriði.

 

Sýningin er skemmtileg og spennandi og hentar öllum aldurshópum.

 

Hlökkum til að taka á móti ykkur á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu!


Athugið að það er greitt fyrir áhorf. Það gildir fyrir allan aldur.