Tix.is

Um viðburðinn

MSEA fagnar útgáfu nýrrar plötu með veglegum útgáfutónleikum sem munu taka sér form nokkurs konar raftónlistaróperu sem dansar á mörkum leikhúss og tónleika. Ásamt gjörninga- og tónlistarfólkinu Geigen og Heklu, mun MSEA skapa heim þar sem allar þessar verur koma saman í miðjum heimsendi og deila sögum sínum saman.

MSEA gaf út sína fjórðu plötu 15. september 2023, sem ber titilinn 'Our Daily Apocalypse Walk'. Þetta er fjórða stúdíóplata MSEA, en sú fyrsta í fullri lengd.

Hugmyndin að plötunni spratt upp að stærstum hluta á tímum heimsfaraldurs og dregur ríkulegan innblástur frá draumadagbók sem Maria-Carmela hélt um nokkurt skeið, og þeirri endurstillingu sem fylgdi faraldrinum. Hún tók kyrrðinni og grámanum opnum örmum og hóf við þau samtal um glötun sjálfsins og það að fjara út. Platan fjallar um að hverfa, í margvíslegum skilningi. Lögin eru einhvers konar samtal um glötun sjálfsins og það að fjara út.

‘MSEA lýsir því sjálf að hún sé að rannsaka mörkin á milli „fegurðar og óþæginda“ og það er margt til í því. Hér eru melódíur og jafnvel grúv en svo er okkur þeytt inn í stálköld óhljóð og undarlegheit. Það er eitthvað „off“ eins og stundum er sagt og þá á jákvæðan, útreiknaðan og skáldlegan hátt. Það er David Lynch-blær yfir þar sem hlutirnir virðast svona tiltölulega eðlilegir á yfirborðinu en undir niðri kraumar óskapnaður. Það er spenna og reiptog og höfundur segir svo frá sjálfur: „Platan er áleitin, þykkhjúpuð og djörf – í nokkurs konar mótstöðu við mig.“ - Arnar Eggert Thoroddsen

MSEA hefur verið virk í tónleikahaldi undanfarin fjögur ár og hefur iðulega lagt áherslu á að umbreyta þeim stöðum sem hún kemur fram á með hjálp sviðshönnunar, myndvörpunar og skapandi lýsingar. Hún nærist á samstarfi og hefur unnið mikið með fólki hvaðanæva að úr listaheiminum. Nú hyggst hún taka þá vinnu og pælingar ennþá lengra.
Lögð verður áhersla á að ýkja upp togstreituna og andstæðurnar sem kallast á víða í tónlist MSEA; tengslin milli fegurðar og óþæginda, og sambandið milli rafræns grunnsins og lífrænu hljómsveitarinnar.

MSEA hljómsveit

Maria-Carmela Raso: Tónsmíðar, hljóðhönnun, söngur
Halla Kristjánsdóttir: Bassi og hljóðgervlar
Sigurlaug Thorarense: Bakraddir og hljóðgervlar
Ægir Sindri Bjarnarson: Trommur og slagverk

Laufey Soffía - Söngur

Gígja Jónsdóttir: Fiðla
Pétur Eggertsson: Fiðla
Rún Árnadóttir: Selló

Magnús Trygvason Eliassen: Trommur
Sólrún Mjöll Kjartansdóttir: Trommur

Dansarar

Alice Romberg
Olivia Teresa Due Pyszko

CREW

Lama-sea Dear: Producer
Nikulás Yamamoto Barkarson : Hljóð
Arnar Ingvarsson: Ljós
Owen Hindley: Myndvörpun
Berglind Ósk Hlynsdóttir (BOSK): Búningar
Claire Paugam: Sviðshönnun

Geigen: Pétur Eggertsson og Gígja Jónsdóttir
Hekla: Hekla Magnúsdóttir

Mynd eftir Önnu Maggý