Tix.is

Um viðburðinn

Kvennakór Suðurnesja leggur land undir fót í október 2024 og heldur til Kalamata í Grikklandi á alþjóðlegt kóramót. Þar mun kórinn taka þátt í kórakeppni sem er hluti af mótinu. Kórkonur hafa æft stíft í allan vetur til að undirbúa sig fyrir mótið en þar mun kórinn flytja íslenskar söngperlur og þannig kynna íslenska tónlist fyrir áheyrendum og öðrum þátttakendum. Við munum flytja þessa fjölbreyttu skemmtilegu tónlist fyrir tónleikagesti á vortónleikunum okkar sem bera yfirskriftina "Draumalandið". Stjórnandi er Dagný Þ. Jónsdóttir og meðleikari er Geirþrúður Fanney Bogadóttir