Friðrik Þór tekur hér höndum saman við framleiðandann Jim Stark (Down By Law, Mystery Train) og leggur upp í ferð um þjóðvegi Íslands ásamt japanska popparanum Masatoshi Nagase. Nagase leikur ungan mann sem ferðast um Ísland í Citröen-bifreið til að halda minningarathöfn um foreldra sína sem létust á ferðalagi um Ísland. Ungi maðurinn þarf að takast á við íslenska veðráttu og á vegi hans verða mörg furðuleg fyrirbæri, bæði bandarískir túristar og íslenskir sviðhausar. Sjálfsánægður leigubílstjóri þarf skyndilega að bregða sér á söngæfingu, útvarpið bilar (og spilar aðeins íslenska popptónlist) og bandarískir sveitasiðir skjóta upp kollinum á vetrarhátíð hjá Hallbirni Hjartarsyni.
Myndin lýsir á gamansaman hátt reynslu útlendinga af landi og þjóð og spurningin "How do you like Iceland?" kemur ósjaldan fyrir.
Stockfish Film Festival 2024