Tix.is

Um viðburðinn

In the Rearview sýnir áreiðanlega og persónulega ásýnd af stríði. Heimildarmyndin fylgir kynslóðum Úkraínumanna sem flýja hafa þurft heimili sín og reiða sig á aðstoð leikstjóra myndarinnar, Maciek Hamela, sem ferðast um stríðshrjáða Úkraínu á litlum sendiferðabíl. Maciek þarf að keyra í gegnum jarðsprengjusvæði til þess að koma flóttamönnunum til Póllands í öruggt skjól. Maciek býður okkur sæti meðal flóttamannanna og stýrir bílnum um leið og hann stýrir heimildarmyndinni á bak við myndavélina. Bíllinn verður athvarf fyrir farþeganna á meðan hann keyrir þúsundir kílómetra í gegnum landslagið Úkraínu og þjónar sem spítali, skjól og afdrep fyrir farþega til að geta deilt sín á milli trúnaðarmálum og játningum. In the Rearview er safn svipmynda sem segir frá upplifum fjölda Úkraínumanna sem hafa það eitt að markmiði: að finna örugga höfn í miðjum átökum. Í þessu skammtímaathvarfi er kyn, aldur, húðlitur, líkamsástand, uppruni, heimsmyndir og trú farþeganna óháð öllu. Þótt stríðið haldi áfram í bakgrunninum eru áhrif þess skýr.


Stockfish Film Festival 2024