Tix.is

Um viðburðinn

Útgáfutónleikar fyrir plötuna Thoughts Midsentence eftir Inki (Ingibjörgu Friðriksdóttur). Tónlistin er allt í senn aðgengileg og tilraunakennd, en búast má við þungum bassalínum, silkimjúkum strengjaleik, slagverki, og hráum krafti elektrónísks hljóðheims.

Upplifunin er römmuð inn með videoverki eftir stafræna myndlistarmanninn Owen Hindley.

Lögin eru byggð á grípandi melodíum sem Inki syngur en fara þó oft óvæntar slóðir og teygjast inn í annarskonar handanheim með hörðum takti og fjarlægum marglaga söng. Lögin hafa hlotið góðar viðtökur á streymisveitum og hafa nú þegar vakið athygli erlendra tónlistarmiðla sem fjallað hafa um plötu útgáfuna.

Inki hefur komið víða við í tónlist sinni en verk hennar hafa hljómað bæði í Evrópu og vestan hafs. Hún hefur smíðað sjálfspilandi hljóðfæri, gert fjölda hljóðinnsetninga meðal annars Meira Ástandið með Listahátíð í Reykjavík og Brotabrot sem byggði á viðtölum við fyrrum fanga Kvennafangelsisins. Á meðan Inki lagði stund á meistaranám í elektrónískum tónsmíðum og upptökutækni í Kaliforníu vann hún sem pródúsent í San Quentin fangelsinu.

Hljómsveit

Inki / Ingibjörg Friðriksdóttir: Söngur og elektróník
PALMR: Hljóðgervlar, gítar
Höskuldur Eiríksson: Slagverk
Sigrún Harðardóttir: Fiðla
Karl James Pestka: Víóla
Þórdís Gerður Jónsdóttir: Selló
Owen Hindley: Vídeóverk og ljós

Inki á Spotify
Heimasíða