Tix.is

Um viðburðinn

HEIMA er 10 ára í ár og fer fram síðasta vetrardag - 24. apríl í Hafnarfirði. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri mun setja hátíðina í Fríkirkjunni í Hafnarfirði klukkan 19.30 og Kammerkór Hafnarfjarðar mun syngja tvö lög áður en Færeyski gesturinn - Døgg Nónsgjógv opnar hátíðina.

ATH! ARMBÖND OG PRENTUÐ DAGSKRÁ VERÐA AFHENT Í ÆGI 220 (Strandgata 90) frá kl. 14.00 - 19.00 á hátíðardag. Barinn verður opinn og seinnipartinn verður hamborgarabíll á svæðinu.

HEIMA-hátíðin hefur rækilega fest sig í sessi sem skemmtileg og einstök tónlistarhátíð þar sem boðið er upp á öðruvísi upplifun og meiri nánd en tónleikagestir og listamenn eiga almennt að venjast.

Þeir sem koma fram á HEIMA í ár eru:
Rebekka Blöndal
Klara Elias
Døgg Nónsgjógv (Færeyjar)
Margrét Eir
Brek
Elín Hall
Tómas R. Einarsson
Rock Paper Sisters
GDRN og Magnús Jóhann
Hipsumhaps
Emmsjé Gauti
KUL
Soffía Björg og Pétur Ben
Ceasetone

Sem fyrr munu Hafnfirðingar opna heimili sín í miðbæ Hafnarfjarðar og í hverju húsi spila tveir mismunandi listamenn eða hljómsveitir. Fríkirkjan í Hafnarfirði verður eitt af HEIMA – húsum eins og undanfarin ár og hátíðin nýtir einnig sviðið í Bæjarbíói sem endurspeglar fjölbreytileika hátíðarinnar – allskonar hús og allskonar tónlist.

Listamennirnir eru fjórtán í ár og hafa aldrei verið fleiri. Allir koma fram tvisvar í sitthvoru HEIMA-húsinu í miðbænum. Það eru ekki allir að spila á sama tíma þannig að þeir sem eru duglegastir að rölta milli húsa sjá flest atriði.

HEIMA vekur sérstaka athygli á Døgg Nónsgjógv frá Færeyjum sem er sérstakur gestur HEIMA í ár. Heima á rætur að rekja til HOYMA í Gøtu í Færeyjum og við reynum alltaf að hafa eitt atriði frá Færeyjum á HEIMA. Døgg Nónsgjógv sem sendi frá sér fyrstu EP plötuna Døggfallin síðasta haust er á leiðinni á SPOT festival í Danmörku sem leggur áherslu á nýja og spennandi tónlist frá Skandinavíu.

Fyrstu HEIMA-tónleikarnir hefjast kl. 19.30 í Fríkirkjunni og þeim síðustu lýkur um kl. 23.00.

Lokaatriðin í Bæjarbíói eru tvö að þessu sinni, Margrét Eir og Emmsjé Gauti - en þar hefst dagskrá klukkan 23:15 og stendur í c.a. klukkustund.

HEIMA er tónlistarhátíð sem býður uppá nánd flytjenda og gesta sem og fjölbreytta tónlist fyrir allskonar fólk á öllum aldri.

Meira á https://www.facebook.com/heimatonlistarhatid