Tix.is

Um viðburðinn

Komdu með okkur í andlegt ferðalag á framandi kokteilabar á Ítalíu!

Þetta verður fyrsta ítalska námskeiðið okkar og í tilefni þess höfum við tekið höndum saman við Ólífa Pizzeria og Aperol á Íslandi og ætlum að bjóða í alvöru ítalska veislu!

Kennarinn er stofnandi Kokteilaskólans og höfundur bókarinnar Heimabarinn Ivan Svanur Corvasce en hann er uppalinn að hluta á Ítalíu og hefur gert þrjá nýja ítalska kokteila sem hann ætlar að kenna gestum að gera.

Eins og venjulega í Kokteilaskólanum, hristir hver þátttakandi sína eigin kokteila undir leiðsögn kokteilameistara!

Kvöldið hefst með Aperol Spritz og pizzahlaðborði og svo dembum við okkur í kokteilagerðina.

Við lærum að gera:
Limoncello Sour
Aperol Fizz
Surprise kokteil

Allt er innifalið í miðanum.
Við hlökkum til að sjá ykkur!