Tix.is

Um viðburðinn

Elínborg Una Einarsdóttir
Lokaverk

Sviðshöfundabraut
Sviðslistadeild

Listaháskóli Íslands
————————

Árið 2014 varð ég 13 ára og byrjaði í kjölfarið í unglingadeild Ölduselskóla. Ég hafði fylgst með systur minni keppa í Skrekk - hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík síðustu þrjú árin og ég var staðráðin í að prófa að taka þátt líka. Ég byrjaði að safna í hóp með það að markmiði að keppa í innanskólaundankeppninni með hópdansatriði um sorpumhirðu þar sem búningarnir væru ruslapokar.
Þegar systir mín, þá busi í MH fékk veður af þessari hugmynd gaf hún sig á tal við mig, sagði,
„Elínborg þetta er hrikalega asnaleg hugmynd, þú verður að gera eitthvað öðruvísi en þessa skrekksklisju, eitthvað annað en 35 manna hópdansatriði um einhvern málstað sem þú veist ekki einu sinni neitt um”. Eftir nokkra umhugsun bætti hún við „Þú ættir að vera ein á sviðinu.”
Mig langaði alls ekki að vera ein á sviðinu en ég bar of mikla virðingu fyrir systur minni til að segja nei - og sem betur fer.

Nú eru liðin 10 ár frá undankeppninni, örlagaríkasta kvöldi lífs míns og af því tilefni bíð ég í allsherjar afmælisveislu - sérstaka hátíðarsýningu á atriðinu mínu. Blóm eru vel þegin.

//

In 2014, I turned 13 years old and subsequently started in the youth department of Ölduselsskóli. I had watched my sister compete in Skrekkur - an elementary school talent competition in Reykjavík for the last three years, and I was determined to try to participate as well. I started collecting a group with the goal of competing in the preliminary competition with a group dance act about garbage collection where the costumes were garbage bags.
When my sister, then a freshman in MH got wind of this idea, she talked to me, said,
"Elínborg, this is a terribly stupid idea, you have to do something different than this cliché, something other than a group dance of 35 people about some cause that you don't even know anything about". After some thought, she added, "You should be alone on the stage."
I didn't want to be alone on the stage at all, but I had too much respect for my sister to say no.

It has now been 10 years since the competition, the most fateful night of my life, and for that reason I am throwing a birthday party - a special celebratory performance of my act. Flowers are appreciated.

Aðstandendur // Participants:
Elínborg Una Einarsdóttir, höfundur og flytjandi
Inga Steinunn Henningsdóttir, allsherjar hjálp við handritaskrif og listrænn ráðunautur
Katla Yamagata, allsherjar hjálp við sviðsetningu og listrænn ráðunautur
Marta Ákadóttir, danshöfundur og listrænn ráðunautur

Þakkir // Thanks:
Pabbi, Mamma, Hugrún Egla Einarsdóttir, Ragnheiður Íris Ólafsdóttir, Egill Ingibergsson, Aðalbjörg Árnadóttir, Ragnar Ísleifur Bragason, Hilmir Jensson, Kristinn Óli Haraldsson, Hólmfríður Hafliðadóttir, minn ástkæri bekkur, allir sem munu koma til með að hjálpa mér eftir að þessu kynningarefni hefur verið skilað inn

Hvenær // When:
21. mars, 20:00 - 20:50
22. mars, 19:00 - 19:50
23. mars, 20:00 - 20.50

Hvar:
Sýnt í Listaháskóla Íslands, Laugarnesvegur 91, 105 Reykjavík
Rými: L143
Gengið er inn um aðalinngang fyrir NEÐAN hús frá steypta bílastæðinu.
*Tungumál: íslenska

//

Where:
Shown at the Iceland University of the Arts - Laugarnesvegur 91, 105 Reykjavík
Space: L143
You enter from the main entrance BELOW the building from the concrete parking lot.
*Language - Icelandic

--------------------
Leiðbeinendur í lokaverkefnum sviðshöfunda 2024: Aðalbjörg Árnadóttir, Hilmir, Jensson og Ragnar Ísleifur Bragason
Fagstjóri sviðshöfundabrautar: Gréta Kristín Ómarsdóttir