Tix.is

Um viðburðinn

Föstudaginn 15. mars mun vef- og tækniiðnaðurinn á Íslandi fagna vel unnum störfum á síðasta ári og verðlauna þau verkefni sem þykja hafa skarað fram úr. Í fyrsta sinn verða heiðursverðlaun SVEF líka veitt, en þar verða heiðraðir einstaklingar fyrir vel unnin störf í þágu vefiðnaðarins í gegnum tíðina.

Eftir herlegheitin verður slegið upp góðu partýi og dansað fram eftir við taktfasta tóna DJ Berndsen.

Húsið opnar 19:30 og dagskrá hefst kl 20:00.

Kynnar kvöldsins verða engir aðrir en Fannar og Benni.

Athugið að takmarkaður fjöldi miða er í boði, í fyrra seldist upp og færri komust að en vildu, og því hvetjum við öll til að skrá sig sem fyrst.


Fyrirtæki og einstaklingar sem eru gildir meðlimir 2024 hafa samband við svef@svef.is til að fá afsláttarkjör sem gilda fyrir þeirra starfsmenn.