Tix.is

Um viðburðinn

POEMS útgáfutónleikar | Viktor Orri & Álfheiður Erla
Í Fríkirkjunni í Reykjavík, laugardaginn 16. mars 2024
Húsið opnar kl. 19:00
Tónleikar hefjast kl. 20:00

Álfheiður Erla Guðmundsdóttir, söngur
Viktor Orri Árnason, píanó
ásamt Strengjakvartett

Viktor Orri Árnason & Álfheiður Erla Guðmundsdóttir kynna tónlist af plötu þeirra Poems sem gefin var út af Deutsche Grammophon 11. nóvember 2023.

Við gerð Poems sóttu Viktor og Álfheiður innblástur í ljóð Ólafar Sigurðardóttur frá Hlöðum (1857-1933), Huldu skáldkonu (1881-1946), Guðfinnu Jónsdóttur frá Hömrum (1899-1946), Sigurðar Pálssonar (1948-2017) og Arndísar Lóu Magnúsdóttur (b.1994). Ljóð sem mörg hver líta inn á við, fjalla um einmanaleika og kaflaskil. Fegurð náttúrunnar og kraftinn sem orðin hafa til að tjá drauma okkar og innsta sjálf.

Á tónleikunum hljóma einnig íslensk þjóðlög í útsetningum Viktors Orra.

“Created by two of Iceland’s leading artists, Viktor Orri Árnason and Álfheiður Erla Guðmundsdóttir, Poems is an atmospheric and emotional beauty. As well as serving sublime soundtracks topped by an exceptional voice, it brings the work of some of Iceland’s most eminent poets to a wider audience.”
-Louder than War

https://dg.lnk.to/poems

Viktor Orri Árnason er tónskáld, hljómsveitarstjóri og framleiðandi. Hann hefur getið sér gott orð fyrir nýstárlegan samruna klasskískra áhrifa og annarra tónlistarstíla og fyrir einstaka nálgun í víólu- og fiðluleik í hljóðverum.

Viktor hefur unnið náið með fjölbreyttum tónskáldum, m.a. með Jóhanni Jóhannssyni, Hildi Guðnadóttur, Volker Bertelmann, Daníel Bjarnasyni og Ólafi Arnalds. Hann hefur verið lykilmeðlimur og lagahöfundur hljómsveitarinnar Hjaltalín frá árinu 2007. Viktor gegnir einnig stöðu listræns stjórnanda og aðalhljómsveitarstjóra Reykjavík Orkestra (RO).

Viktor hefur gefið út tvær sólóplötur. Sú fyrri, "Eilífur", var gefin út af PENTATONE og hlaut tilnefningu til Edison verðlaunanna í Hollandi sem plata ársins 2022 í flokki klassískrar tónlistar. Sú seinni "Myrkvi", inniheldur raftónlist og kom út árið 2023. Sama ár kom platan "POEMS" út á vegum Deutsche Grammophon, en hún er samstarfsverkefni Viktors og Álfheiðar Erlu.

Sópransöngkonan Álfheiður Erla Guðmundsdóttir þreytti frumraun sína árið 2019 í Staatsoper Unter den Linden í Berlín og hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2021 sem söngkona ársins í flokknum sígild og samtímatónlist. Álfheiður hefur verið fastráðin við Theater Basel í Sviss frá haustinu 2021. Þar hefur hún farið með ýmis hlutverk, meðal annars Gildu í Rigoletto eftir G. Verdi, sópran hlutverkið í Einstein on the Beach eftir P. Glass og engilinn í St. François d'Assise eftir O. Messiaen. Henni var boðið að taka þátt í SongStudio, meistaranámskeiði á vegum söngkonunnar Renée Fleming í Carnegie Hall í New York. Hún er einnig Britten-Pears Young Artist, hefur tekið þátt í Academy Orsay-Royaumont í Frakklandi og hreppti tvenn verðlaun í alþjóðlegu Haydn söngkeppninni í Austurríki. Álfheiður Erla starfar að auki sem ljósmyndari og sameinar gjarnan sjón- og tónlist í verkum sínum. Árið 2022 sá Álfheiður um listræna stjórn og söng á viðburðinum Apparition ásamt píanóleikaranum Kunal Lahiry í Eldborgarsal Hörpu, þar sem tón-, dans- og sjónlistir tvinnuðust saman en viðburðurinn var tilnefndur sem tónlistarviðburður ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2023.