Tix.is

Um viðburðinn

Á lokatónleikum Reykjavík Early Music Festival býður Barokkbandið Brák upp á fjölbreytt hlaðborð með verkum eftir vinsælustu barokk tónskáld Evrópu. Við ferðumst alla leið frá Lundúnum í norðri til Napólí í suðri, en sú sem tengir verk þessara tónleika saman er ein skærasta söngstjarna 18. aldar, Faustina Bordoni.

Faustina Bordoni var fædd á Ítalíu en naut mikillar hylli um alla Evrópu en einkum í London. Hún gekk að eiga tónskáldið Johann Adolph Hasse, en hann samdi fyrsta verk tónleikanna, forleik í D-dúr. Okkar eigin Faustina er engin önnur en hin frábæra sópransöngkona Herdís Anna Jónasdóttir, en hún mun syngja kantötur eftir Händel og Porpora, en þeir voru á þessum tíma miklir keppinautar í tónlistarsenu Lundúna. Einnig flytur Brák Concerto grosso op. 6, nr. 8 eftir Händel.
Fyrrnefndur Hasse var góðvinur J. S. Bachs sem á einnig verk á tónleikunum. Hinn virtúósíski d-moll fiðlukonsert Bachs verður fluttur af listrænum stjórnanda Brákar, Elfu Rún Kristinsdóttur. Til að allar tengingar líti dagsins ljós, þá mun eiginmaður Elfu Rúnar, franski barokksellóleikarinn ??Vladimir Waltham flytja sellókonsert í D-dúr eftir ítalska tónskáldið Leonardo Leo, en Bordoni þjálfaði söngtækni sína á yngri árum í óperum eftir hann.

Flytjendur:

Elfa Rún Kristinsdóttir, barokkfiðla
Herdís Anna Jónasdóttir, sópran
Vladimir Waltham, barokkselló
Barokkbandið Brák

Tryggið ykkur hátíðarpassa, sem veitir aðgang að öllum viðburðum hátíðarinnar.

https://reykjavikearly.is/