Tix.is

Um viðburðinn

2024. Plánetan jörð. Reykjavík, Ísland.

Við erum stödd á tímamótum. Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir stærstu áskorunum í sögu lýðveldisins og þjóðin leitar allra leiða til þess að fylla tóm hins volaða hjarta. Á vordögum gerist það. Stóri hvellur.

Þann 3. maí mun Hipsumhaps stíga á svið og leika öll sín helstu lög á stórtónleikum í Háskólabíó.

Áhöfn Hipsumhaps skipa:

Fannar Ingi Friðþjófsson - söngur og gítar
Kristinn Þór Óskarsson - gítar og hljómsveitarstjórn
Ólafur Alexander Ólafsson - bassi
Óskar Guðjónsson - saxófónn
Rakel Sigurðardóttir - bakrödd
Steingrímur Teague - hljómborð og bakrödd
Tómas Jónsson - hljómborð
Þorvaldur Halldórsson - trommur


Hljóðmynd verður í höndum Jóhanns Rúnars Þorgeirssonar og Friðfinns Oculus og sviðið lýst af Hákoni Hjartarsyni. Leikmynd verður smíðuð af Guðmundi Óskari Sigurmundssyni í samstarfi við Góða hirðinn og Sigurður Ýmir Kristjánsson mun hafa yfirumsjón með grafík.


Húsið opnar kl. 19:00 og þá þegar geta tónleikagestir pantað sér glös af sérstökum vínseðli byggðum á lögum kvöldsins og kjamsað á slæsum frá Neó Pizza. Tónleikarnir hefjast síðan stundvíslega kl. 20:00.


Hipsumhaps á Spotify

Ást & praktík hlaðvarp