Tix.is

Um viðburðinn

Líbanska söngkonan Fairuz er dýrkuð og dáð víða um heim og hefur hrifið hjörtu margra kynslóða í Miðausturlöndum með ljóðrænum textum og tímalausum melódíum.

Á Vetrarhátíð fara fram tónleikar í Salnum í Kópavogi þar sem hrífandi tónlist Fairuz hljómar í flutningi einvala hóps tónlistarfólks og gestasöngvara en hljómsveitina skipa Thabit Lakh, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, Alexandra Kjeld, Ásgeir Ásgeirsson, Birgir Bragason og Erik Quick.

Við bjóðum bæði aðdáendum söngkonunnar og þeim sem vilja kynnast tónlist hennar að upplifa töfraheim Fairuz sem er dáðasta söngkona hins arabískumælandi heims.

Ókeypis er á tónleikana og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Tónleikarnir eru liður í Vetrarhátíð sem styrkt er af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.