Tix.is

Um viðburðinn

Tónlist Völu Yates snýst um að finna sátt, veita styrk, sleppa tökunum, vera í núinu, að tengjast sjálfu(m)/sjálfri sér og að finna fyrir þeim djúpu tilfinningum sem búa innra með okkur - oft kannski án þess að við gerum okkur grein fyrir því.

Platan "Towards my Dreams" kom út í nóvember 2023, og er nú komið að því að flytja lögin á útgáfutónleikum!

Frábær hljómsveit mun flytja tónlistina ásamt Völu, skipuð af:

Borgþóri Jónssyni (Bassi)

Halldóri Sveinssyni (Hljómborð)

Konrad Groen (Trommur og synth)

Masaya Ozaki (Gítar)

Auk strengjasveitar skipaða:

Elísabet Önnu Dudziak (Fiðla)

Karl Pestka (Víóla)

Donnu Hermannsdóttur (Selló)

Lögin eru ljúf, einlæg og falleg. Fullkomin tónlist til þess að kúra undir teppi í skammdeginu með kakóbolla í hendi, og mun sú ljúfa og nærandi stemning einkenna þessa tónleika. Þar sem tónlistin leitast eftir að næra og hlúa að áhorfendum, og búa til fallegar tengingar meðal tónleikagesta og tónflytjenda. Komdu og njóttu þessarar hlýju kvöldstundar með okkur!

Veitingastaðurinn Mama veitir miðahöfum 20% afslátt af öllum veitingum á tónleikadegi! Fullkomið tækifæri til þess að njóta kvöldins enn frekar - út að borða og svo beint á tónleika eftir matinn - í sama húsi!

Miðaverð er haldið í lágmarki til þess að tónleikarnir séu aðgengilegir sem flestum, en það er velkomið að styrkja Völu ef vilji er fyrir að greiða hærri upphæð (það má gera á tónleikastað).

Miðaverðið er því einungis 2000 kr., en einnig er hægt að kaupa sérstakan miða á 2750 kr., þar sem innifalinn er bolli af ceremonial cacao.