Tix.is

Um viðburðinn

Klemens Hannigan, meðlimur margmiðlunar- og gjörningahópsins HATARA, fagnar útgáfu breiðskífunnar Low Light með glæsilegum tónleikum í Gamla Bíó þann 15. Febrúar, þar sem hann mun koma fram ásamt hljómsveit. Breiðskífan er samstarfsverkefni Klemens og Leifs Björnssonar úr Low Roar, auk skoska upptökustjórans Howie B, sem hefur unnið með U2, Massive Attack og Tricky ma.

Low Light er brotthvarf frá nýhílískri kaldhæðni HATARA, og kveður við mun einlægari tón. Hljóðheimurinn er organískur og rafskotinn, og lagasmíðar og textagerð á mun persónulegri nótum en áður hefur heyrst frá Klemens.

Hljómsveitina skipa auk Klemens:

Leifur Björnsson
Sólrún Mjöll Kjartansdóttir
Ronja Mogensen


Auk Klemens, koma fram á tónleikunum hljómsveitin Paddan, sem skipuð er þeim Birgi Mogensen og Sigtryggi Baldurssyni.


18 ára aldurstakmark. Yngri en 18 ára mega mæta í fylgd með forráðarmanni.